Volkswagen Group tapaði 3,9 milljörðum evra, um 550 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Volkswagen sýnir tap í þriggja mánaða uppgjöri.

Ástæða tapsins er 6,7 milljóna evra, 950 milljarða króna, gjaldfærsla vegna útblástursmálsins. Ekki er víst að sú upphæð nái yfir allan kostnað vegna málsins.

Gríðarlegt handbært fé

Margir hafa velt fyrir sér hvort Volkswagen muni lifa af áfallið vegna útblástursmálsins. Fjárhagslegur styrkur Volkswagen er mikill og það sé best á uppgjörinu nú.

Handbært fé í lok september nam 27,8 milljörðum evra, um 4.000 milljörðum króna. Framleiðandinn myndi því þola gríðarþungt högg í sölu og bótum vegna útblástursmálsins, mun meira en sérfræðingar gera ráð fyrir.

Seldu hlutinn í Suzuki

Volkswagen átti 19,9% hlut í japanska bílframleiðandanum Suzuki og hefur leynt og ljóst reynt að eignast félagið frá árinu 2010.

Hins vegar þurfti VW að hætta við þau áform þegar dómstóll í Lundúnum skipaði VW að selja hlutinn í september. Það var gert og fékk VW yfir 3 milljarða evra í hendur vegna sölunnar, en kaupendurnir voru Suzuki fjölskyldan.

Volkswagen keypti hlutinn á 1,7 milljarð evra árið 2010.