Reykjavíkurborg tapaði samtals tæplega 1,4 milljarði króna í peningamarkaðssjóðum Landsbanka og Glitnis við bankahrunið. Borgin hefur stefnt skilanefndum bankanna vegna þessa og verða bæði málin tekin fyrir í desember.

Til stendur að hækka útsvar í Reykjavík úr 13,03% í 13,20%, hækka fasteignagjöld og lóðaleigu á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011. Alls eiga aðgerðirnar að skila borgarsjóði um 1,3 milljörðum króna í auknar tekjur. Því er tap hennar á kaupum í peningamarkaðssjóðum fyrir hrun hærra en þeir tekjuaukar sem borgin ætlar að ná inn á næsta ári.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .