Icebank tapaði 3.360 milljónum króna á fyrsta ársfjóðung, en bankinn tapaði 2.747 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi 2007.

Í tilkynningu segir að þessi niðurstaða skýrist einkum af tvennu:

Gengistapi af markaðsbréfum, sem nemur 3.532 milljónum króna einkum af eignarhlut bankans í Exista sem lækkaði um 44% á ársfjórðungnum en bankinn átti 281 milljón hlut í ársbyrjun. Og varúðarniðurfærslu krafna að fjárhæð 2.278 milljónum króna

Hreinar vaxtatekjur Icebank námu 809 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008 samanborið við 507 milljónum króna eftir fyrsta ársfjórðung fyrra árs. Aukningin er um 60% og eru vaxtatekjur nú 59% hærri en allur rekstrarkostnaður bankans.

Eigið fé bankans lækkar milli ársfjórðunga, úr tæpum 13.361 milljónum króna í 10.309 milljónum króna.

Að teknu tilliti til gildistöku breytinga á lögum um tekjuskatt mun mun bankinn tekjufæra tekjuskattsskuldbindingu vegna frestunar á söluhagnaði hlutabréfa að fjárhæð 1,2 milljarðar króna verður eiginfjárhlutfall bankans á CAD grunni 10,1%.

Heildareignir bankans lækkuðu á ársfjórðungnum, einkum vegna aukins aðhalds í útlánum í kjölfar óstöðugleika á fjármálamörkuðum. Eignir bankans námu 240 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en voru 253 ma.kr.í árslok 2007. Rekstrarkostnaður bankans nam 508 milljónir króna á ársfjórðungnum en var 647 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi 2007.