Tap ÍSAM nam 423 milljónum á árinu 2020 og dregst saman um 43% frá árinu 2019 þegar tap nam 741 milljón. Velta félagsins jókst jafnframt á árinu og nam 14,1 milljarð króna úr 13,2 milljörðum árið 2019.

Skuldir við tengda aðila hækka um tæpar 600 milljónir króna á árinu og námu tíu milljörðum í árslok. Hækkun skulda við tengda aðila námu álíka miklu og tap ársins hjá félaginu.

Eigið fé félagsins lækkaði um 38% á árinu og nam 682 milljónum. Eignir félagsins námu 17,3 milljónum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfall því tæp 4%.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .