Íslandspóstur ohf. tapaði 165 milljónum króna á fyrri hluta ársins en tap félagsins nam 256 milljónum á sama tímabili fyrir ári. Rekstrartekjur félagsins drógust saman um nær 200 milljónir og námu 2,9 milljörðum króna í lok tímabilsins.

Sjá einnig: Pósturinn sektaður um fimm milljónir

Laun og launatengd gjöld lækkuðu um tæplega 300 milljónir króna og námu 2,3 milljörðum. Beinn kostnaður við póstdreifingu og annar rekstrarkostnaður dróst einnig saman og nam 571 milljón og 340 milljónum.

Rekstrarafkomu fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var jákvæð um 89 milljónir en afskriftir námu 251 milljón og rekstrartap því 162 milljónir, samanborið við 240 milljónir árið áður.

Sjá einnig: Pósturinn selur Samskipti

Í lok tímabils námu eignir félagsins tæplega sjö milljörðum króna, þar af voru varanlegir rekstrarfjármunir 3,3 milljarðar. Skuldir nema 3,9 milljörðum og eigið fé nemur þremur milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins nam 43,6% og fjöldi stöðugilda á tímabilinu var 599 en námu 722 í lok annars ársfjórðungs 2019.