Erlendar kröfur á íslenska banka og fjármálafyrirtæki lækkuðu um 333 milljarða króna frá áramótum og til loka júní síðastliðins. Um 83% lækkunarinnar er vegna niðurfærslna á kröfum þýskra fjármálastofnana. Alls hafa kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki lækkað um 5.800 milljarða króna frá því fyrir bankahrun. Því er ljóst að þær tapa langmest allra á íslenska bankahruninu í krónum talið.

Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Alþjóðagreiðslubankans (BIS) sem sýna erlendar kröfur á íslenska banka og fyrirtæki um mitt ár 2010. BIS tekur reglulega saman upplýsingar um kröfur fjármálafyrirtækja á hvert land fyrir sig. 70 prósent horfiðá tveimur árum Um mitt ár 2008, þremur mánuðum fyrir bankahrun, námu erlendar kröfur á íslensk fjármálafyrirtæki 8.370 milljörðum króna (75,3 milljörðum dala) á gengi dagsins í dag. Síðan þá hafa þær lækkað um samtals 5.802 milljarða króna og stóðu í 2.568 milljörðum króna (23,1 milljarði dala) í lok júní síðastliðins. Það er lækkun um tæp 70% frá því sem var fyrir tveimur árum. Því standa um 30% erlendra krafna á íslensk fjármálafyrirtæki eftir.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .