Fjárfestingabankinn Lehman Brothers tilkynnti í dag um 2,8 milljarða Bandaríkjadala tap á öðrum ársfjórðungi. Það þýðir að 5,1 dalir töpuðust á hvern hlut í bankanum, en á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um 2,2 dali á hlut.

Tapið er af sömu stærðargráðu og búist hafði verið við, en Lehman vinnur nú að því að safna 6 milljörðum dala af nýju fjármagni.

Hlutabréf Lehman Brothers hafa lækkað um 60% á þessu ári.