MC Holding hf., félag í eigu Brynhildar Sverrisdóttur, Páls Pálssonar, Jafets Ólafssonar og nokkurra annarra hluthafa, skilaði 11,1 milljón króna tapi árið 2010, samanborið við 4,8 milljóna króna tap árið áður.

Fyrirtækið var stofnað utan um fasteignaverkefni í Marokkó og eru íbúðir þar í landi langstærstur hluti eigna félagsins.

Eru þær metnar á um 93,6 milljónir króna í efnahagsreikningi fyrirtækisins. Eigið fé nemur 33,5 milljónum króna og skuldir nema því rúmum 60 milljónum króna.