Tap bílaleigunnar Ice Rentals – Camper Iceland helmingaðist á árinu 2018, úr 146,1 milljón króna árið áður í 73,4 milljónir króna, en félagið leigir út húsbíla fyrir ferðamenn.

Tekjur félagsins drógust saman um 26,1% milli ára, úr 266,1 milljón í 196,8 milljónir króna, meðan rekstrargjöldin drógust saman um 37,3%, úr 376,1 milljón í 235,8 milljónir króna. Þar af lækkuðu laun og launatengd gjöld um 30,2%, úr 113,9 milljónum í 79,5 milljónir króna.

Eigið fé félagsins er neikvætt um 65,9 milljónir króna, en það jókst um 16,9% milli ára, meðan eignirnar helminguðust úr 600,5 milljónum króna í 305,4 milljónir króna. Þar með lækkaði eiginfjárhlutfallið úr því að vera neikvætt um 13,2% í neikvætt um 21,6%. Ólafur Þórisson er framkvæmdastjóri en Daniel Kjartan Johnson er eigandi félagsins.