Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2.987 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 1.978 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Orkuveitunnar.

Rekstrartekjur ársfjórðungsins námu um 4.393 milljónum króna en voru um 3.965 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2005.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 2.140 milljónir króna samanborið við 1.793 milljónir króna á sama tímabili 2005.

Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna voru 1.039 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2006 en 778 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 4.605 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2006, en voru jákvæðir um 969 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Heildareignir 31. mars 2006 voru 115.907 milljónir króna en voru 88.039 milljónir króna 31. mars 2005.

Eigið fé 31. mars 2006 var 59.791 milljón króna en var 48.298 milljónir í lok mars 2005.

Heildarskuldir 31. mars 2006 voru 56.115 milljónir króna en voru 39.741 milljón krónur 31. mars 2005.

Eiginfjárhlutfall var 51,5% í lok mars 2006 en var 54,8% á sama tíma árið áður.


í fréttatilkynningu segir að horfurnar fyrir árið 2006 séu góðar og umsvif og fjárfestingar fara vaxandi. Stærsta einstaka verkefnið er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem mun stórauka eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins.