Tap Ra­pyd Europe hf. fyrir árið 2020 nam 285 milljónum króna og tvö­faldaðist frá árinu áður, þegar það nam 146 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu Seðla­bankans um heildar­niður­stöður árs­reikninga ársins 2020 hjá fjár­mála­fyrir­tækjum.

Sjá einnig: Virði Rapyd ríflega tvöfaldist

Eignir Ra­pyd í árs­lok 2020 námu 5,32 milljörðum króna miðað við 6,3 milljarða árið áður. Bók­fært eigið fé nam 1,22 milljörðum króna og eykst um 17,3% á milli ára, úr 1,04 milljörðum króna.

Eigin­fjár­hlut­fall fé­lagsins nam 22,9% í lok árs miðað við 16,5% árið áður. Þá var eigin­fjár­grunnur sam­stæðunnar 322 milljón krónur.

43 starfs­menn starfa hjá Ra­pyd og helst sá fjöldi ó­breyttur á milli ára. Félagið var keypt af ísraelska fjártæknifyrirtækinu Rapyd Financial Network síðasta sumar en það hét áður Korta. Arik Shtilman er forstjóri Rapyd Financial Network og Garðar Stefánsson er forstjóri Rapyd Europe hf.