*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 8. júlí 2017 13:35

Tap á rekstri Árvakurs

Afkoma útgáfufélagsins Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, batnaði árið 2016 þrátt fyrir taprekstur.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tap á rekstri útgáfufélagsins Árvakurs hf, sem gefur út Morgunblaðið, nam 50 milljónum króna árið 2016 og batnar afkoman því frá árinu áður þar sem tapið nam 164 milljónum króna. Hlutfé félagsins var aukið um 200 milljónir króna á tímabilinu. Frá þessu er greint á vef mbl í dag.  

Tekj­urn­ar félagsins juk­ust um 9% og námu um 3,6 millj­örðum króna. Á sama tíma jukust gjöld­in um 6%. EBITDA félagsins batnaði jafnframt og nam 99 millj­ón­um króna. Eign­ir Árvak­urs námu 2.079 millj­ón­um króna um síðustu ára­mót og eig­in­fjár­hlut­fall var 39%.

Í frétt um uppgjörið segir Har­ald­ur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs,  að árið 2016 hafi í meg­in­at­riðum verið gott ár fyr­ir Árvak­ur þó að ekki tæk­ist að skila rekstr­in­um rétt­um meg­in við núllið. Segir hann árið hafa ein­kennd­ist af batn­andi rekstri en mikl­ar launa­hækk­an­ir, ekki síst um­samd­ar launa­hækk­an­ir á vinnu­markaði fyrstu mánuði árs­ins sem komu óvænt inn, skýri þann halla sem varð á rekstri Árvak­urs. 

Viðskiptablaðið greindi m.a. frá því í apríl sl. að Eyþór Arnalds hefði eignast  ríflega fjórðungshlut í félaginu Þórsmörk ehf., sem er eignarhaldsfélag Árvakur. Samherji átti 18,43% hlut í félaginu í gegnum félagið Kattarnef ehf. en við sölu á öllum hlut félagsins til Eyþórs Arnalds fór Samherji úr eigendahópnum.

Stikkorð: Morgunblaðið Árvakur