Kaffibarinn tapaði 1,2 milljónum króna á árinu 2015. Eigið fé í árslok nam 68,9 milljónum króna.

EBITDA nam 13 milljónum

Rekstrarhagnaður án afskrifta, fjármunatekna og fjármagnsgjalda (EBITDA) nam tæpum 13 milljónum, en rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam tæpum 6 milljónum

Þegar Vaxtatekjur, tekjur af hlutdeildarfélagi, vaxtagjöld og verðbætur eru komin í spilið þá nam tap fyrirtækisins 1.207.581 krónum.

Heildareignir náum 304 milljónum

Fastafjármunir fyrirtækisins námu rúmlega 289 milljón króna, birgðirnar námu rúmlega 11 milljónum og handbært fé 308.369 krónum. Samtals námu veltufjármunirnir 3.122.151 krónum, og heildareignirnar námu 303.725.842 krónum.

Skuldirnar námu samtals 216.180.396 krónum svo eigið fé og skuldir voru samtals 303.725.842 krónur.

Handbært fé minnkaði umtalsvert

Handbært fé frá rekstri nam 11,6 milljónum, en handbært fé í ársbyrjun nam 5.828.244 krónum og fór niður í 308.369 krónur í árslok.

Félagið mun ekki greiða tekjuskatt á árinu vegna taps og yfirfæranlegs skattalegs tap frá fyrri árum.