Verslunarkeðjan NTC, sem er í eigu Svövu Johansen skilaði rúmlega þrjátíu milljóna króna tapi árið 2014. Er það viðsnúningur frá árinu 2013 en þá skilaði félagið fjögurra milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í frétt mbl .

Starfsmenn NTC voru 150 í árslok og rekur félagið sextán verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur af seldum vörum námu 1,8 milljarði en kostnaðarverð seldra vara var 908 milljónir króna. Svava Johansen á einkahlutafélagið Sautján ehf sem á 61,3% hlut í NTC. Sautján ehf skilaði þriggja milljón króna hagnaði á síðasta ári.

Hlutur Sautján í NTC er metinn á 195 milljónir króna en eigið fé NTC í árslok nam 77,5 milljónum króna. Skuldir Sautján ehf fóru úr 33 milljónum króna í 179 milljónir króna á tímabilinu.