Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef fari allt á versta veg vegna dóma Hæstaréttar í málum gengistryggðra bílalána geti ríkið tapað 100 milljörðum króna. Tap kröfuhafa getur orðið mun hærra, að sögn Gylfa. Upphæðin sem Gylfi nefnir sem mögulegt tap ríkisins nemur eign þess í bönkunum en í upphæðinni er ekki tekið tillit til fjármagns sem mögulega þyrfti að leggja bankakerfinu til.

Þetta kemur fram á Bloomberg fréttastofunni í dag.