Tap bandarísku lúxusvöruverslanakeðjunnar Saks jókst á öðrum ársfjórðungi og var 31,7 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 2,5 milljörðum króna, en var 24,6 milljónir dollarar á fyrsta ársfjórðungi.

Baugur á tæplega 9% hlut í Saks og hefur orðrómur um mögulega yfirtöku Baugs á félaginu verið uppi í nokkurn tíma.

Haft er eftir framkvæmdastjóri Saks, Stephen I. Sadove, í frétt Dow Jones -fréttaveitunnar, að reksturinn hafi þyngst töluvert á fjórðungnum og að útlitið til skamms tíma hafi versnað.

Sala dróst saman á milli fjórðunga úr 694 milljónum dollara í 669 milljónir.