Tap Fannie Mae (Federal National Mortgage Association), sem er s tærsti íbúðalánasjóður Bandaríkjanna, nam 2,9 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, eða 334 milljörðum króna. Tapið er mun meira en á sama tímabili i fyrra þegar tapið nam 1,2 milljarði dala, Er það 142% aukning milli ára.

Bandaríkjastjórn stofnaði Fannie Mae árið 1938 í þeim tilgangi að auka framboð veðlána til húsnæðiskaupa í Kreppunni Miklu. Fannie Mae fékk heimild til að kaupa veðlán sem höfðu ábyrgð húsnæðisstofnunar alríkisins og með því jókst framboðið sem auðveldaði almenningi húsnæðiskaup.

Félagið var skráð á hlutabréfamarkað árið 1968 en varð hálfopinbert árið 2008 þegar alríkið tók yfir stjórn félagsins og rak helstu stjórnendur þess. Félagið var afskráð af hlutabréfamarkaði í fyrra.