Samkvæmt ársuppgjöri Tæknivals nam tap félagsins á síðasta ári 164 milljónum, samanborið við 607 milljóna króna hagnað árið á undan.

Rekstrartekjur félagsins námu 1.069 milljónum króna en rekstrargjöld án afskrifta námu 1.174 milljónum króna. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBIDTA) nam 105 milljónum og afskriftir námu 53 milljónum. Hrein fjármagnsgjöld námu um 47 milljónum króna.


Eigið fé félagsins í lok árs 2005 var neikvætt um 80 milljónir. Heildarskuldir félagsins eru 693 milljónir við lok síðasta árs. Veltufjármunir félagsins í árslok námu 295 milljónum en voru 341 milljónir í upphafi ársins. Veltufé til rekstrar nam 151 milljónum króna.


Verðmæti viðskiptavildar er færð 0 kr. í reikningum félagsins en endurspeglar ekki þau verðmæti sem felst í viðskiptavild félagsins að mati stjórnar Tæknivals.

Í byrjun mars 2006 keypti Eignarhaldsfélagið Byr ehf. allt hlutafé í Tæknival í kjölfarið seldi félagið rekstur verslunarsviðs Tæknivals í Skeifunni 17 og tóku nýir eigendur við rekstri þess hluta. Áhersla verður í framhaldinu á fyrirtækjamarkaðinn, búnað lausnir og þjónustu.