Sagafilm skilaði tapi á samstæðugrunni árið 2015 upp á 14,8 milljónir króna, borið saman við 53 milljóna tap árið áður.

Afskriftir vega þungt á fyrirtækinu, en þær námu 54,4 milljónum á árinu. EBITDA félagsins árið 2014 var neikvæð um 10,5 milljónir, en var jákvæð um 51,6 milljónir árið 2015.

Eignir dragast saman og voru 906,8 milljónir í árslok. Þar af voru skuldir 411 milljónir og eigið fé 495,8 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 54,7%. Fjárfest var fyrir 76,9 milljónir. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 74,3 milljónir, en handbært fé lækkaði á árinu um nær 251 milljón.

Hlutafé félagsins nam 30 milljónum í árslok og skiptist á einn eiganda, KPR ehf. Greiddur arður nam 6,8 milljónum fyrir árið 2014. Fram kemur í samandregnum reikningi félagsins að félagið stefni á aukna uppbyggingu erlendis og fjölgun fjármögnunarleiða í framtíðinni.