Neytendur í Noregi tapa um 2,5 milljörðum norskra króna á hverju á ári vegna ónýttra gjafabréfa og í Bandaríkjunum er fjórða hvert gjafabréf aldrei leyst út. Neytendasamtökin benda á þetta til þess að koma í veg fyrir að neytendur verði sviknir.

Breyting á eignarhaldi fyrirtækja getur leitt til þess að neytendur fái ekki vörur í stað gjafabréfa sem þeir eiga rétt á eða þeim er neitað um að skipta vörunni. Því er neytendum ráðlagt að að draga það ekki of lengi að leysa út gjafabréfin svo eigendaskipti eða gjaldþrot geri gjöfina ekki verðlausa. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.