Drykkjavatnsframleiðandinn Icelandic Water Holdings (IWH) var rekinn með 25,6 dollara tapi á síðasta ári, jafngildi 3,2 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem er til umfjöllunar í Markaði Fréttablaðsins í dag. Afkoma félagsins í fyrra var 60% verri en árið 2017 en engu að síður jukust tekjur félagsins um 17% á milli sömu ára og voru 20 milljón dollara, jafngildi 2,5 milljörðum dollara.

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson stofnaði IWH árið 204 ásamt syni sínum Kristján en félagið framleiðir drykkjarvatn í flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í átöppunarverksmiðju í Ölfusi.

Þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt á síðasta ári jukust vaxtagjöld félagsins töluvert hraðar en þau rúmlega tvöfölduðust og námu 18 milljónum dollara, jafngildi 2,2 milljörðum króna.

Eigið fé félagsins var 16,7 milljónir dollara og eiginfjárhlutfallið 13%

Í umfjöllun Markaðarins segir frá því að síðastliðinn ágúst hafi hlutafé verið aukið um 31 milljónir dollara, jafngildi 3,8 milljörðum króna. Á sama tíma hafi auk þess verið tilkynnt að fjárfestingarsjóðir á vegum BlackRock hefðu lánað fyrirtækinu 35 milljónir dollara sem samsvarar tæpum 4,4 milljörðum króna.

Samkvæmt ársreikningi félagsins minnkaði eignarhlutur Jóns Ólafssonar og tengdra félaga um 18 prósentustig frá árinu 2017, úr 23% niður í 5%. Eignarhlutur Kristjáns Ólafssonar var skráður 18,5% í lok síðasta.

Jón segir hins vegar í samtali við Markað Fréttablaðsins að eignarhlutur hans sé óbreyttur. „Það er bara verið að gera það sem þarf til að hafa hlutina í lagi,“ er haft eftir Jóni til útskýringar.