*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 12. júní 2021 13:23

Tapa á aflýstum árshátíðum

Aflýsingar viðburða í faraldrinum komu illa við Múlakaffi sem hefur verið leiðandi í veisluþjónustu stórra viðburða.

Ritstjórn
Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.

Í skýringum ársreiknings Múlakaffis vegna ársins 2019, sem nýlega varð aðgengilegur, segir að tekjur vegna veitingareksturs og mötuneytissölu hafi minnkað í faraldrinum og að tekjutap félagsins vegna veitingaþjónustu sé mikið.

Fram kemur að Múlakaffi byggi afkomu sína að mestu á veitingarekstri, mötuneytisþjónustu og veisluþjónustu. Fyrirtækið hafi verið leiðandi á markaði í veisluþjónustu til fyrirtækja vegna stórra viðburða á borð við árshátíðir stórfyrirtækja. Mikið af þeim stóru viðburðum sem fara átti fram á árinu hafi verið aflýst eða frestað.

Þegar skýringin var rituð, að því er virðist síðasta haust, var gert ráð fyrir tekjusamdrætti upp á um 40% á árinu 2020. Þá kemur fram að launa- og hráefnishlutföll hafi hækkað árið 2020 og að fyrirséð sé að afkoma verði neikvæð.

Guðríður María Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Múlakaffis.