Á síðasta ári hóf Norwegian flug til Bandaríkjanna og Bangkok í Taílandi frá höfuðborgum Skandinavíu. Af stærstu lággjaldaflugfélögum Evrópu er Norwegian það eina sem flýgur til Bandaríkjanna.

Fram kemur á vef Túrista að þessi viðbót við leiðakerfi flugfélagsins hafi reynst því ansi dýrkeypt.

Samkvæmt útreikningum danska ferðamiðilsins Check-in hefur Norwegian þannig tapað sem nemur einni milljón norskra króna á dag á áætlunarflugi sínu út fyrir Evrópu. Jafngildir það um 20 milljónum íslenskra króna daglega.

WOW air tilkynnti í síðustu viku áform sín um að hefja flug til Bandaríkjanna. Munu áætlunarflug til landsins hefjast í lok marsmánaðar næstkomandi.