Íslenski fjárfestingarsjóðurinn Arev N II gekk fram kaupum á bresku fatabúðinni Duchamp í mars árið 2015, á 2 milljónum punda, sem að jafngildi um 400 milljónum á þáverandi gengi. Kemur fram í Morgunblaðinu í dag að íslenskir fjárfestar komi til með að tapa yfir hálfum milljarði á þessari fjárfestingu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða endurheimtur á yfir 500 milljóna fjárfestinga í hlutafé og lánum til Duchamp engar. Seljandinn af Duchamp var í eigu slitabúi Glitnis. Í greininni kemur einnig fram að þetta verði því fyrsta og seinasta fjárfesting sjóðsins Arev N II, sem er meðal annars í eigu íslenskra lífeyrissjóða.