*

mánudagur, 26. október 2020
Innlent 18. janúar 2020 09:01

Tapaði 111 milljónum

Afkoma fjárfestingafélags Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur sveiflaðist um rúmlega hálfan milljarð.

Ritstjórn
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.

K2B Fjárfestingar ehf., fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, tapaði tæplega 111 milljónum króna á rekstrarárinu 2018 og versnaði afkoman til muna frá fyrra ári er hagnaður upp á 464 milljónir varð.

Rekstrartekjur féllu úr 518 milljónum í 58 milljónir á meðan rekstrargjöld ríflega þrefölduðust í tæplega 171 milljón. Eigið fé félagsins nam í árslok 2018 3,6 milljörðum og dróst saman um 200 milljónir. 100 milljónir voru greiddar í arð til eiganda.