Íslenski fiskútflytjandinn Niceland Seafood tapaði rúmlega 276 milljónum króna á síðasta ári en það er minna tap en árið á undan þegar það nam 355 milljónum króna. Tekjur félagsins námu rúmlega 3,7 milljörðum króna og jukust um ríflega 300 milljónir króna frá fyrra ári. Eignir félagsins námu um 670 milljónum króna sem er 140 milljóna minnkun á milli ára. Eigið fé félagsins nam 181 milljón króna en skuldir samtals námu 487 milljón króna.

„Starfsemi félagsins á árinu 2021 gekk vel þrátt fyrir COVID heimsfaraldur. Ytri aðstæður voru að mörgu leyti krefjandi og einbeittu stjórnendur sér að því að rækta sterk viðskiptatengsl á mismunandi mörkuðum ásamt því að stofna til nýrra viðskiptatengsla á öllum mörkuðum. Samhliða sókn í sölumálum einkenndist árið 2021 af hagræðingu í rekstri og náðist mjög góður árangur á því sviði. ” segir í yfirlýsingu stjórnar.

Heiða Kristín Helgadóttir er stjórnarformaður félagsins en Eyrir Ventures fer með stærsta eignarhlutinn eða um 66% en meðal annarra hluthafa má Oliver Luckett.