Eignarhaldsfélag Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, tapaði 414 milljónum króna í fyrra, samkvæmt frétt Kjarnans í morgun .

Hvorki eignarhaldsfélagið, Þórsmörk ehf., né Árvakur hafa skilað ársreikningi fyrir síðasta ár, en tapið má reikna út út frá hlutdeild Hlyns A. ehf. í tapi Þórsmerkur, en Hlynur A á 16,45% hlut í félaginu.

Árvakur tapaði 284 milljónum króna árið 2017, og hefur tapað yfir tveimur milljörðum króna síðastliðinn áratug. Um miðjan júní var skráð hlutafé Þórsmerkur lækkað um milljarð til að mæta uppsöfnuðu tapi. Þá var hlutafé félagsins aukið um 200 milljónir fyrr á þessu ári til að bæta fjárhagsstöðu þess.

Auk Hlyns A eru stærstu hluthafar Þórsmerkur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Kaupfélag Skagfirðinga, hvor um sig með fimmtungshlut.