*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 27. maí 2020 09:01

Tapið tilkomið vegna gangvirðisbreytinga

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR segir að tapið sé tilkomið vegna gangvirðisbreytinga sem stjórnist af samningum um raforkuverð til Norðuráls.

Ritstjórn
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að Orkuveita Reykjavíkur hafi tapað 2,6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tapið sé tilkomið vegna gangvirðisbreytinga sem stjórnist af samningum um raforkuverð til Norðuráls.

Hann segir jafnframt að það valdi sífelldum ruglingi varðandi uppgjör félagsins sé færsla í reikningnum sem kallist „gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum." Þar sé um að ræða 7,8 milljarða kostnað á fjórðungnum en í ársreikningi Orkuveitunnar kemur fram í skýringu sex að á sama tíma í fyrra hafi færslan verið jákvæð um 1,5 milljarða.

Þá bendir hann á að ef álverð er hátt þá geti afkoma fyrirtækisins að sama skapi orðið jákvæð.