Kjötvinnslufyrirtækið Esja gæðafæði tapaði um 113 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Tap félagsins rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar það nam 55 milljónum.

Rekstrartap félagsins nam 102 milljónum og tvöfaldaðist einnig milli ára. Velta ársins nam um 3 milljörðum króna og jókst um tæplega milljarð frá fyrra ári.  Eiginfjárhlutfall var 13% í lok árs. Félagið er að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.