Fyrirtækið Dohop tapaði 134,5 milljóna ár árinu 2015 og eykst milli ára en fyrirtækið skilaði 22,5 milljóna króna tapi árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Eigið fé félagsins í árslok var 13 milljónir. Á árinu 2015 fór fram ein hlutafjáraukning að fjárhæð 70 milljónir króna. Í desember 2015 var svo aftur tekin ákvörðun um hlutafjáraukningu að fjárhæð 50 milljónir króna sem greidd var til félagsins í janúar 2016.

Félagið jók síðan enn aftur hlutafé og gaf út skuldabréf í apríl 2016 fyrir samtals 60 milljónir króna. Tveir stærstu hluthafar í árslok voru Vivaldi Ísland ehf. með 20% eignarhlut og Frosti Sigurjónsson með 15,98% eignarhlut.