Sena Live ehf., sem skipuleggur tónleika og viðburði, tapaði 12,2 milljónum krónum í fyrra. Reksturinn hefur þyngst á síðustu árum því árið 2017 hagnaðist félagið um 7,3 milljónir króna og árið 2016 nam hagnaðurinn 47,2 milljónum. Framlegð félagsins nam 51,3 milljónum í fyrra samanborið við 57,6 milljónir 2017 og 83,6 milljónir 2016. Í lok síðasta árs námu eignir félagsins 967 milljónum en voru 175,5 milljónir í árslok 2017. Skuldir aukast í takt við þetta, úr 159 milljónum krónum í 959 milljónir og munar mestu um fyrirfram innheimtar tekjur upp á 716 milljónir.

Í fyrra keypti Sena Live tónlistarhátíðina Iceland Airwaves af Icelandair og félagið Iceland Airwaves ehf. er því nú að fullu í eigu Senu Live . Um 18 milljóna kr. tap var á rekstri félagsins í fyrra og rekstrartekjur félagsins námu 124 milljónum krónum Framkvæmdastjóri er Ísleifur Birgir Þórhallsson.