Tap á rekstri Mosaic Fashion, sem er í eigu Baugs, á fyrri helming ársins jókst mikið á milli ára og nam það 12,9 milljónum punda. Tapið á sama tíma í fyrra var það 4,7 milljónir punda. Tapið eykst þó svo að heildarsalan sé svipuð og á sama tíma fyrra eða á bilinu 410 til 411 milljónir punda.

Haft er eftir Derek Lovelock, forstjóra Mosaic, að byrjunin á seinni helmingi rekstrarársins bendi ekki til að markaðaðstæður séu að batna og ekki sá hægt að gera lítið úr þeim áhrifum sem nýlegir atburðir á fjármálamörkuðum hafa væntingar neytenda. Þrátt fyrir að vera svartsýnn á horfurnar næstu misseri þá telur hann stöðu félagsins vera góða í krafti sterkra vörumerkja og góðra stöðu á mörkuðum.