Vörusala Icelandic Group á síðasta ári nam 138,8 milljörðum króna (1.471,3 milljónir evra). Vöxtur í tekjum nam 22,6% sem er nánast allur tilkominn vegna ytri vaxtar. EBITDA ársins er 3,5 milljarðar króna (36,9 milljónir evra) og tvöfaldast milli ára rekstrarhagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) 516 milljónir króna (5,5 milljón evra). Tap félagsins nam 1.078 milljónum króna (11,4 milljónir evra).

Handbært fé til rekstrar fyrir skatta og vexti nam 1,6 milljarði króna (17,4 milljónum evra). Heildareignir 85,6 milljarðar króna (906,8 milljónir evra) ? eiginfjárhlutfall 19,4%. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,7%.

Kostnaður við endurskipulagningu hjá Coldwater Seafood UK var 150 milljónir króna (1,6 milljónir evra). Kostnaður við endurskipulagningu hjá Icelandic France var 264 milljónir króna (2,8 milljónir evra). Gjaldfærður umbreytingakostnaður á árinu um 1.885 milljónir króna (20 milljónir evra).

Gjaldfærður umbreytingakostnaður á árinu um 1.885 milljónir króna (20 milljónir evra).

?Við höfum verið að laga til margar rekstrareiningar á árinu sem ekki hafa verið að skila ásættanlegum árangri. Kostnaður við þær aðgerðir er verulegur og nemur samtals um 20 milljónum evra. Stærsti liðurinn þar er gjaldfærsla í Icelandic USA sem er alls um 12,7 milljónir evra. Þá hefur verið gjaldfærður allur kostnaður við lokun verksmiðju félagsins í Cambridge sem verður lokað á árinu 2007. Endurskipulagning í Coldwater Seafood UK hefur tekið lengri tíma en áætlað var eins og við höfum bent á áður. Flutningur á framleiðslu þaðan til Frakklands hefur einnig tekið lengri tíma en áætlað var en honum verður lokið á fyrri hluta ársins 2007. Það er mat stjórnenda að félagið sé nú vel í stakk búið til að sýna góðan árangur á árinu 2007. Mörg félög innan samstæðunnar skiluðu ágætum árangri á árinu 2006 svo sem Icelandic Iberica, Jeka Fish, Icelandic Asia, Seachill, Icelandic UK, Icelandic Norway og Fiskval," segir  Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group í tilkynningu félagsins.

Vörusala fjórða ársfjórðungs nam 33,8 milljörðum króna (358,3 milljónir evra) sem er 18,5% aukning frá fyrra ári.

EBITDA fjórðungsins er 187 milljónir króna (2,0 milljónir evra).

Kostnaður vegna lokunar verksmiðju í USA gjaldfærður á fjórðungnum og jafngildir það 1.198 milljónir króna (12,7 milljónir evra).

Þá féll til aukinn kostnaður við sameiningu Icelandic Germany og Pickenpack H&H var 198 milljónir króna (2,1 milljón evra). EBIT fjórðungsins er 1.372 milljónir króna (14,5 milljón evra)  og tap 1.366 milljónir króna (14,7 milljónir evra).