Taylor Swift var ómyrk í máli í tísti á Twitter í gær þar sem hún sendi útgefanda sínum Big Machine Records tóninn. Tilefni skrifa stórstjörnunnar var tilkynning um að Big Machine hefði verið selt til Ithaca Holding , fjárfestingarsjóðs tónlistarbransanum. Ithaca er stýrt af Scooter Braun , sem er best þekktur fyrir að hafa uppgötvað Justin Bieber , en Swift og Bieber hafa um árabil eldað grátt silfur saman.

Financial Times greinir frá þessu og segir EBITDA hagnað Big Machine hafa verið 40 milljónir dollara á síðasta ári og að samningurinn við Swift sé verðmætasta eign félagsins. Swift skrifaði undir samningin þegar hún var 15 ára og óþekkt. Í dag er hún 29 ára og hefur selt 30 milljónir platna og þénaði persónulega um 266 milljónir dollara í tónleikaferð sinni á síðasta ári.

Salan á Big Machine innilheldur höfundarréttur af öllum sex plötum Swits . Framkvæmdastjóri Big Machine , Scott Borchetta , sagði viðskiptin vera upphafið að stórkostlegu samstarfi. Swift hins vegar sagði söluna vera verstu mögulegu niðurstöðuna fyrir sig og þýði að hún verði svipt ævistarfi sínu. Hún sakaði Borchetta og Braun um að stjórna konum sem vildu ekki tengjast þeim á neinn hátt.

Tíst Swifts vakti mikil viðbrögð og hefur Financial Times eftir lögfræðingum að hún geti komið í veg fyrir að salan gangi í gegn. Taylor Swift á ekki höfundarréttinn af tónlist sinni en hún hefur talsvert um útgáfu á verkum sínum að segja þar sem hún semji öll lögin sjálf. Þannig gæti hún komið í veg fyrir að verk sín séu flutt í kvikmyndum og auglýsingum og það gæti gert Ithaca erfitt fyrir að hagnast á kaupunum.

Þannig telur lögspekingurinn Michael Sukin , sem hefur um árabil verið einn virtast lögfræðingurinn í útgáfuheiminum, að Swift geti mögulega höfðað mál gegn Ithaca . Útkoma slíkra málaferla yrði óviss en Taylor Swift sé vellauðug og geti haldið málinu gangandi í fjölda ára. Óvíst sé hve mikið úthald og fjármuni Ithaca myndi hafa til slíkra málaferla.