Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz þurftu að samtals greiða 5,1 milljón punda í málagjöld vegna máls þeirra gegn Grant Thornton endurskoðunarfyrirtækinu í Bretlandi og fleiri aðilum, til að mynda Kaupþings. Einnig þurftu þeir bræður að greiða íslenska lögfræðingnum Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 2 milljónir punda eða því sem nemur 310 milljónum íslenskra króna.

Þeir bræður lögsóttu fyrirtæki sem þeir telja ábyrg fyrir upplýsingum sem leiddu til misheppnaðrar rannsóknar efnahagbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office- SFO) á atferli þeirra. Þeir telja jafnframt að aðilarnir hafi afhent upplýsingarnar á óheiðarlegan máta til efnahagsbrotadeildarinnar bresku til þess að græða sjálfir.

Þeir bræður hafa meðal annars þurft að borga 230 þúsund pund til Kaupþings ásamt því að þurfa að greiða íslenska lögfræðingnum Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni 2 milljónir punda.

Máli bræðranna hefur verið vísað frá.

Þetta kemur fram í ítralegri grein á vefnum Legal Business.