Robert Tchenguiz hefur aukið hlut sinn í bresku pöbbakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B) um þrjú prósent og heldur nú utan um 22% hlut. Á sama tíma hefur félagið tekið á sig 391 milljóna punda skell eftir að sala á fasteignum til félags í sameiginlega eigu M&B og Tchenguiz gekk ekki eftir. Kostnaðurinn fellur til vegna vaxta- og verðbólguvarna sem voru gerðar til að mæta aukna lántökukostnaði. Greint var frá þessu í Hálffimm fréttum Kaupþings.