Robert Tchenguiz segir að handtökur og húsleitir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, SFO, séu fjölmiðlasirkus og hefur ráðið lögfræðing til að kanna réttarstöðu sína. Tchenguiz tjáir sig við Telegraph í dag í fyrsta sinn eftir handtökurnar.

„Ef þau hefðu handtekið þrjár starfsmenn Kaupþings hefðu verið skrifaðar tvær málsgreinar neðarlega í einhverju dagblaði. Með því að handtaka mig og Vincent þá fengu þau heimsathygli,“ segir Tchenguiz í samtali við Telegraph um handtökurnar á sér og bróður sínum Vincent.

Hann telur að harkalegar aðgerðir SFO hafi verið ætlað að vekja eins mikla athygli og mögulegt er. Tchenguiz telur að handtökurnar eigi ekki við rök að styðjast. Því ætli hann að láta kanna hvort þær hafi verið lögmætar.

Tchenguiz segir ennfremur að efnahagsbrotadeildin sé ábyrg fyrir þeim skaða sem fjölskylda hans, viðskiptaveldi og orðspor hafa orðið fyrir.