Íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem er einn helsti samstarfsaðili Kaupþings í Bretlandi og nú stjórnarmaður í Exista, hefur keypt 3,01% hlut í bresku matvöruverslunarkeðjunni Sainsburys, samkvæmt flöggun í kauphöllinni í London.

Gengi bréfa Sainsburys hækkaði um 3% í gær í töluverðum viðskiptum, en gengi bréfanna hefur hækkað verulega síðan orðrómur um hugsanlega yfirtöku fór af stað í byrjun árs. Fjöldi fjöldi fyrirtækja hefur verið orðaður við kaup á Sainsburys, þar á meðal Baugur sem keypti lítinn hlut í félaginu.

En samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Baugur nú selt hlut sinn, sem er talinn hafa verið í kringum 2%. Ekki er vitað hvort að Tchenguiz sé kaupandinn.

Hópur fjárfestingasjóða hefur opinberlega lýsti yfir áhuga á að kaupa Sainsburys og yfirtökunefnd Bretlands (e. takeover panel) hefur gefið sjóðunum frest til 13. Apríl til að skila inn formlegu kauptilboði.