Vincent Tchenguiz, annar Tchenguiz-bræðranna, krefur bresku efnahagsbrotadeildina um 200 milljón pund, jafnvirði um 37 milljarða króna, vegna meints skaða sem deildin olli með handtökum og húsleitum árið 2011. Rannsóknin snéri að viðskiptum bræðranna í íslensku bönkunum fyrir hrun.

Bloomberg fjallar um mál bræðranna og rekur sögu þeirra. Kröfuupphæðin er nærri tíu sinnum hærri en árleg framlög til efnahagsbrotadeildarinnar, SFO. Að auki krefur bróðir Vincent, Robert Tchenguiz, stofnunina um 100 milljónir punda.

Umfjöllun á vef Bloomberg .