Tragus Group, sem er í eigu Blackstone fjárfestingasjóðsins, hefur hækkað kauptilboð sitt í bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca í tæplega 100 milljónir punda úr 96 milljónum punda, segir í tilkynningu.

Stjórnendur veitingahúsakeðjunnar, sem er skráð á AIM-markaðinn í London, mæla með að hluthafar taki tilboði Tragus

Kaupþing Capital Partners II og auðkýfingurinn Robert Tchenguiz hafa einnig gert tilboð í La Tasca, sem hljóðar upp á 99 milljónir punda, eða um 13 milljarða króna, og hafa ekki hækkað tilboð sitt í kjölfar hærra tilboðs frá Tragus.