Vincent Tchenguiz, breskur fjárfestir sem höfðað hefur mál gegn slitabúi Kaupþings, sótti á föstudag um heimild hjá áfrýjunardómstóli í Bretlandi til að áfrýja skaðabótakröfu sinni gegn búinu. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans.

Samþykki dómari að leyfa Tchenguiz að áfrýja gæti það sett nauðasamning Kaupþings í uppnám og tafið slit búsins um allt að tvö ár, að því er segir í fréttinni. Það gæti þá þýtt að nauðasamningur muni ekki geta klárast fyrir áramót og því leggist 39 prósent stöðugleikaskattur á eignir þess, samkvæmt áætlun stjórnvalda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní.