Fjárfestirinn Vincent Tchenguiz hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð lögfræðingateymi meta hvort grundvöllur er fyrir því að hann höfði dómsmál vegna misbresta á rannsókn vegna viðskipta hans við Kaupþing. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og þar segir að lögfræðingateymið hafi þegar hafið störf og skoði nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega athugað hvort er grundvöllur fyrir að hefja mál gegn þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi.

Tchenguiz var handtekinn árið 2011 í tengslum við fall Kaupþings en málið var fellt niður vegna mistaka við rannsókn.

Breska efnahagsbrotadeildin, sem rannsakaði málið, gerði samkomulag við Tchenguiz nýverið um að greiða honum þrjár milljónir punda vegna málsins.