Félög tengd Vincet Tchenguiz, hafa skilað lögfræðiáliti til efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (SFO) vegna húsleita og handtaka í mars síðastliðnum. Húsleitirnar voru í tengslum við rannsókn á lánveitingum Kaupþings til félaga í eigu Vincent Tchenguiz og bróður hans Roberts, og voru gerðar í samvinnu við embætti sérstaks saksóknara hér á landi. Bræðurnir voru handteknir og yfirheyrðir í kjölfarið og telja þeir að brotið hafi verið á rétti sínum.

Financial Times greinir frá í dag. Tchenguiz bræðrum var sleppt í kjölfar yfirheyrslna án ákæra. Þeir hafa neitað því að hafa framið lögbrot. Að þeirra mati voru húsleitirnar ólöglegar. Lögfræðiálit og möguleg kæra byggja á að SFO hafi verið veitt húsleitarheimild sem byggð er á ófullnægjandi upplýsingum og að SFO hafi farið út fyrir vald sitt. Öll gögn sem handlögð voru eru því ólögmæt, að mati lögfræðinga bræðranna.

Í frétt Financial Times kemur fram að Vincent Tchenguiz vildi ekki tjá sig um málið.