David Green, yfirmaður breska efnahagsbrotadeildarinnar (e. Serious Fraud Office, SFO), hefur lofað að íhuga að leggja niður málið gegn Vincent Tchenguiz sem hefur stöðu sakbornings ásamt bróðir sínum, Robert Tchenguiz  í rannsókn SFO vegna viðskipta þeirra við Kaupþing banka. Þetta kemur fram í bréfi Green til dómstóls í Bretlandi  en Tchenguiz hefur farið fram á fyrir dómstólum að hætt sé við rannsóknina gegn honum.  Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Áður hefur breska efnahagsbrotadeildin sent Vincent Tchenguiz afsökunarbréf vegna húsleitar hjá honum í tengslum við rannsókn á Kaupþingi Singer og Friedlander í London og Kaupþingi á Íslandi. Efnahagsbrotadeildin hefur samþykkt að greiða skaðabætur vegna „sérstaks skaða“ (e. special damages) en lögmenn Tchenguiz hafa lýst því yfir að farið verði fram á frekari miska- og refsibætur vegna málsins. Tchenguiz hefur samkvæmt frétt The Guardian hótað bótukröfu upp á meira en 100 milljónum punda,  rúmum 20 milljörðum íslenskra króna, sem er meira en þreföld fjárhagsáætlun efnahagsbrotadeildarinnar.

Lögmaður Tchenguiz hefur sakað efnahagsbrotadeildarinnar um að hafa byggt mál sitt aðallega á upplýsingum frá Grant Thornton sem starfaði sem ráðgjafi fyrir skilanefnd Kaupþings, meðal annars vegna mögulegra málshöfðunar gegn Tchenguiz bræðrum.