*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 12. september 2021 16:02

Mun minna tap hjá TDK Foil

Viðsnúningur varð í rekstri TDK Foil síðasta vetur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tap aflþynnuverksmiðjunnar TDK Foil í Eyjafirði nam 210 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem náði yfir tímabilið 1. apríl 2020 til 31. mars 2021. Dróst tapið verulega saman frá fyrra rekstrarári, er það nam tæplega 1,8 milljörðum króna.

Tekjur félagsins námu 9,5 milljörðum króna og jukust um ríflega 700 milljónir króna frá fyrra rekstrarári. Eignir verksmiðjunnar námu 6,3 milljörðum króna í lok síðasta rekstrarárs, skuldir 9,1 milljarði og eigið fé var neikvætt um 2,9 milljarða króna. Í ársreikningnum kemur fram að reksturinn hafi batnað til muna á síðari helmingi rekstrarársins og því hafi áhrif heimsfaraldursins orðið minni en vænst var í upphafi.

Stikkorð: hrávörur stóriðja TDK Foil