,,Þetta eru nýjar umbúðir sem innihalda bestu kaffitegundirnar sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða hverju sinni,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri Te & Kaffi, sem hefur kynnt nýja hönnun á umbúðum á sérvöldum kaffitegundum fyrirtækisins sem seldar eru í verslunum og á kaffihúsum þess. Um er að ræða nýjar, endurlokanlegar umbúðir sem auðvelda að halda kaffinu fersku.

Kristín segir kaffisérfræðinga smakka allar prufur sem koma inn og mikinn metnað lagðan í að kaupa einungis bestu baunir sem fáanlegar eru hverju sinni.

„Það ræðst því af framboði markaðarins hverju sinni hvað við bjóðum uppá í verslunum okkar,“ segir hún.

Kaffið í nýju umbúðunum er ristað í nýjum 5 kg kaffibrennara sem staðsettur er í nýju kaffihúsi Te & Kaffi í Aðalstræti.

Miðinn utan á nýju pökkunum er með ítarlegri upplýsingum en áður þar sem hægt er að lesa um ræktunarhæð, vinnsluaðferð og afbrigði baunanna ásamt bragðeiginleikum svo neytandinn ætti að vera nokkuð vel upplýstur um kaffið sem hann velur sér hverju sinni.