í júní árið 2014 gekk Íslandspóstur ohf. frá kaupum á félaginu Gagnageymslan ehf. sem verður fimmta dótturfélag félagsins en það á hlut í fjórum öðrum félögum. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í því að auka arðsemi félagsins sem sé rekið sem hlutafélag. „Það er enginn munur í okkar huga á opinberu hlutafélagi eða almennu hlutafélagi, enda gilda sömu lög þar um,“ segir hann. Tilgangur félagsins sé að greiða eigendum sínum arð og reksturinn endurspegli þann tilgang.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir aðspurður að Ríkisendurskoðun hafi á undanförnum árum haft ákveðnar efasemdir um ákvarðanir stjórnar Íslandspósts í tengslum við rekstur félagsins og í ljósi þess beint fyrirspurnum til stjórnenda félagsins. „Við höfum ekki alltaf verið sammála, en þau hafa fært rök fyrir sínum ákvörðunum og við virðum þær þó að við getum verið ósáttir og látið það koma fram í samtölum okkar á milli,“ segir Sveinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um nýtt seglskip í flota Norðursiglingar á Húsavík.
  • Undirbúningur er hafinn við sölu á hlut í Landsbankanum.
  • Félög atvinnurekenda og Málflutningsstofa Reykjavíkur hafa kynnt lausn á vanda fyrirtækja vegna öfugs samruna.
  • Gildi lífeyrissjóður hefur kynnt nýja hluthafastefnu.
  • Franska kvikmyndahátíðin hefst í vikunni.
  • Samanburður á fasteignagjöldum leiðir í ljós að hagstæðara er að búa í Reykjavík eftir því sem íbúðarhúsnæði er stærra og dýrara.
  • Hanna Kristín Skaftadóttir og Hjalti Kr. Melsted eru á bak við fígúruna MiMi.
  • Volkswagen frumsýnir nýjan Passat.
  • Hverfisgallerí og Þoka sameinast undir nafni Hverfisgallerís.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um hæstaréttadómara. Óðinn skrifar um rekstur ÁTVR.