Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Teatime Games hefur sagt upp öllum sextán starfsmönnum og hætt starfsemi. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði Stundinni að tekjur fyrirtækisins dugðu einfaldlega ekki til.

Stofnendur Teatime, ásamt Þorsteini eru Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson. Allir voru þeir stofnendur eða lykilstarfsmenn hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp spurningaleikin.

Þorsteinn segir að fyrirtækið hafi verið alveg fram á síðustu stundu í viðræðum um fjármagn „og jafnvel sölu á fyrirtækinu“ en að niðurstaðan í lokin verið að hætta starfsemi. Fjármögnun fyrirtækisins hafi að mestu komið frá erlendum áhættufjárfestingasjóðum.

Teatime hafði gefið út þrjá leiki en þar af var spurningaleikurinn Trivia Royal vinsælastur. Hann náði efsta sæti yfir flest niðurhöl í App store síðasta sumar. Verið sé að skoða hvort hægt sé að selja afurðir fyrirtækisins og þá sérstaklega Trivia Royal.