Ilan Volkov
Ilan Volkov
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Tectonics, tónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður haldin í þriðja sinn dagana 10. – 12. apríl í Hörpu. Hátíðin hefur alltaf lagt áherslu á að tefla fram flytjendum og tónskáldum úr hinum ýmsu geirum tónlistar.  Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar er listrænn stjórnandi Tectonics.

Tectonics-hátíðir eru nú einnig haldnar í Skotalandi með BBC Scottis Symphony Orchestra, í Ástralíu með Adelaide Symphony Orchestra, en hátíðin á Reykjavík árið 2012 markaði upphaf þessa einstæðu tónlistarviðburða.

Á háiðinni mun  Sinfóníuhljómsveitin meðal annars frumflytja sex verk afar ólíkra íslenskra höfunda með bakgrunn í mismunandi tónlistarstílum og stefnum. Þetta eru Bergrún Snæbjörnsdóttir, Davíð Brynjar Franzson, María Huld Markan, Skúli Sverrisson, Páll Ivan Pálsson, og Valgeir Sigurðsson. Ólöf Arnalds kemur fram sem söngvari með hljómsveitinni í verki Skúla Sverrissonar.