Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjármálaráðuneytisins .

Teitur er 34 ára lögfræðingur frá Háskóla Íslands og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007. Eftir útskrift frá lagadeild starfaði hann hjá LOGOS lögmannsstofu frá 2006-2007, í framkvæmdastjórn og stjórn Eyrarodda hf. á Flateyri 2007-2011 og sem lögmaður hjá OPUS lögmönnum frá 2011. Teitur hóf störf í fjármálaráðuneytinu í dag.